Byggð bernsku minnar í kvöld
Dagskrá tileinkuð 90 ára afmæli Tómasar Þorvaldssonar verður haldin í kvöld í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns frá kl. 18 – 20.
Kristinn Þórhallson og fleiri segja sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar.
Myndasýning og gömul björgunartæki verða til sýnis. Kvennadeildin verður með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir eru velkomnir.
Tómasar Þorvaldsson fæddist 26. desember 1919 en lést 2. desember á síðasta ári. Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1977. Þá tók hann við formennsku í Slysavarnadeildinni Þorbirni í Grindavík og sinnti henni til ársins 1987. Tómas sinnti mörgum framfaramálum í sinni heimabyggð.
Í tilefni af dagskránni verður Björgunarsveitin Þorbjörn með flugeldaasýningu kl. 20:00.