Bý til svo góða kartöflumús að hún gæti verið aðalréttur
Ástþór Sindri Baldursson verður 25 ára á næsta leyti og fæddur og uppalinn í Keflavík. Hann starfar sem verktaki í hinum ýmsu verkefnum en segir að draumastarfið sé að verða sjálfstætt starfandi húsgagnasmiður. Ef hann gæti farið aftur í tímann færi hann til ársins 874 til að taka á móti Ingólfi Arnarssyni og að DJ-a er það eina með vissu sem hann getur betur en aðrir fjölskyldumeðlimir. Ástþór svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta.
– Nafn:
Ástþór Sindri Baldursson.
– Fæðingardagur:
20. júní 1995.
– Fjölskylduhagir:
Bý með kærustu (búum heima hjá mömmu og pabba en við þurfum ekkert að tala um það).
– Búseta:
Keflavík City.
– Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Uppalinn í Keflavík af Balla Guðmunds og Tobbu Guðna.
– Starf/nám:
Eins og er er ég bara að vinna sem verktaki í hinu og þessu.
– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?
Alveg óþolandi.
– Hvernig voru framhaldsskólaárin?
Ég hafði gaman en hefði mátt læra meira.
– Hvað er þitt draumastarf?
Sjálfstætt starfandi húsgagnasmiður.
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Hyuandai Accent, hann var á svipuðum aldri og ég.
– Hvernig bíl ertu á í dag?
Engum.
– Hver er draumabíllinn?
Tesla Cybertruck.
– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?
Gamli bangsi, á hann ennþá í dag.
– Besti ilmur sem þú finnur:
Góður harðviður.
– Hvernig slakarðu á?
Tebolli og bók klikkar seint.
– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?
Minnir að ég hafi hlustað mikið á Prog Metal en var að hallast að hip hopi.
– Uppáhaldstónlistartímabil?
Late 90’s/Early 00’s-popp er algjört gull.
– Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana?
Það er ekkert sem ég er ekki til að hlusta á.
– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?
Það var ekkert off limits, allt frá Atreyu til Zeppelin.
– Leikurðu á hljóðfæri?
Já, nokkur. Aðallega bassa og gítar.
– Er einhver tónlist sem þú skammast þín fyrir að fíla, svona guilty pleasure?
Það er bannað að skammast sín fyrir hluti sem maður fílar.
– Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig?
Ég innbyrði mikið af Netflix-efni.
– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?
It’s Always Sunny in Philadelphia.
– Besta kvikmyndin?
Blade Runner.
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?
Good Clean Fun.
– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
Eina sem ég get sagt með vissu er að DJ-a.
– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Ég bý til svo góða kartöflumús að hún gæti verið aðalréttur.
– Hvernig er eggið best?
Steikt sunny side up.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Ég er alltof óþolinmóður.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Óákveðni.
– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:
All those moments will be lost in time, like tears in rain.
– Hver er elsta minningin sem þú átt?
Ég var að reyna að ná athygli mömmu á meðan hún var að vaska upp.
– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:
Byrjaði nýlega að nota BÆNG alltof mikið.
– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?
Árið 874, taka á móti Ingólfi Arnars.
– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
Er þetta eitthvað sniðugt?
– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?
Donald Trump, ég myndi segja af mér.
– Hvaða þremur persónum myndir þú bjóða í draumakvöldverð?
Kanye West, Nick Offerman og Elon Musk.
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Fín upplifun miðað við ástand.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Já, ég held að þetta verði frekar næs.
– Hvað á að gera í sumar?
Ég ætla að verða 25 ára.
– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...
... til Frakklands að hitta kærustuna og tengdó.