Buxur, vesti, brók og skó
Segja má að snemma beygist krókurinn en Jónas Hallgrímsson skáld er sagður hafa verið fjögurra ára þegar hann kvað þessa sígildu vísu fyrir um 200 árum:
Buxur, vesti, brók og skó,
bætta sokka nýta,
Húfutetur, hálsklút þó
háleistana hvíta.
Nemendur í 3. bekk í Grunnskóla Grindavíkur unnu myndrænt verkefni við vísuna á Degi íslenskrar tungu. Skemmtilega útfærslu þeirra má sjá fyrir framan stofur þeirra í Hópsskóla. Blátt var litur dagsins enda Íslendingar að etja kappi við Króatíu og íslenski fáninn sást á rjóðum kinnum nemenda og kennara. Það voru svo Didda og Telma í Skólaselinu sem buðu upp á andlitsmálun við miklar vinsældir.