Burtfaraprófstónleikar í Norræna húsinu
Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran söngkona verður með burtfararprófstónleika í Norræna húsinu laugardaginn 24. maí kl. 16:00. Tónleikarnir eru síðasti hluti burtfaraprófs Bylgju Dísar frá Söngskólanum í Reykjavík en þess má geta að Bylgja er uppalin úr Keflavík. Lára S. Rafnsdóttir leikur á píanó.Aðgangur á tónleikana er opinn öllum og ókeypis. Á efnisskrá eru sönglög og aríur.