Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Búningar, skreytingar og kræsingar á Þemadögum í FS
Fimmtudagur 26. febrúar 2015 kl. 11:35

Búningar, skreytingar og kræsingar á Þemadögum í FS

Lína langsokkur var meðal þeirra sem mættu blaðamanni á Þemadögunum 'Lífið er yndislegt' sem standa yfir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag og á morgun. Þar kennir ýmissa grasa og nemendur fræðast og upplifa öðruvísi hluti en þeir eru vanir og sjá kennara sína í nýju ljósi.

Þegar Víkurfréttir kíktu við var m.a. verið að kenna sushi-gerð, textílvinnu, blómaskreytingar, sultugerð, pizzugerð, múffugerð, kertagerð og graffitimeistarar létu til sín taka. Þá fengu nemendur og kennarar einnig blóðþrýsinginn mældan. Boðið var upp á ilmandi vöfflur. Klæðnaður kennara og umsjónarfólks Þemadaganna vakti mikla lukku, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF/myndir Olga Björt