Buðu fram krafta sína á sjálfboðaliðadögum
Hæfingastöðin naut góðs af í ár.
Hæfingarstöðin var valin sem vettvangur fyrir þátttakendur í Samvinnu, starfsendurhæfingu hjá MSS, á sjálfboðaliðadögum dagana 8. og 9. júní. Hæfingarstöðin er ný flutt í húsnæði á Ásbrú og þótt því tilvalið að bjóða fram krafta þar.
Fyrri daginn unnu þátttakendur við að setja saman hillur og kassa, tóku til í geymslu og unnu með notendum hæfingarstöðvarinnar að verkefni sem þau eru með frá Icelandair. Seinni daginn fór fram garðvinna, þar sem beð voru hreinsuð og komu meðal annars í ljós undir mosanum, fallegar hellur í kringum eitt beðið.
Að sögn aðstandenda voru dagarnir afar vel heppnaðir og enduðu með að þátttakendurnir skelltu í eitt málverk til minningar um skemmtilegt samstarf.