Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bubbi í stuði í Grindavíkurkirkju
Mánudagur 7. nóvember 2011 kl. 08:37

Bubbi í stuði í Grindavíkurkirkju

Bubbi Morthens hélt tónleika í Grindavíkurkirkju síðasta laugardagskvöld en þangað mættu hátt í hundrað manns. Bubbi var í feikna stuði, spilaði stanslaust í tvo klukkutíma og tók fjögur aukalög. Hann sagði ótal sögur á bak við lögin og sýndi allar sínar bestu hliðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bubbi er alltaf bestur einn með gítarinn. Hann fór vítt og breitt yfir sviðið, spilaði gömul lög og ný og sérstaklega var gaman að heyra nýju lögin hans. Tónleikarnir voru virkilega flottir og augljóst að Bubba leið afar vel í kirkjunni þar sem skilaboð hans voru skýr: Tökum einn dag í einu, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Buibbi var svo í Ytri Njarðvíkurkirkju í gærkvöldi.