Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Brynjar Leifs í skýjunum
Föstudagur 12. september 2014 kl. 10:19

Brynjar Leifs í skýjunum

Gítarleikarinn er farinn að læra flug

Brynjar Leifsson gítarleikari hljómsveitarinnar Of Monsters And Men er þessa dagana að læra flug hjá Keili á Ásbrú. Eftir framhaldskóla ætlaði Brynjar sér að læra flug en heimsfrægðin bankaði á dyrnar og tafði þau plön aðeins, enda var Brynjar að ferðast með hljómsveitinni um heiminn síðustu tvö ár eða svo. Nú er hann farinn að læra flug undir handleiðslu Sverris bróður síns og hefur þegar farið í níu kennslustundir. Á facebook síðu hljómsveitarinnar má sjá Brynjar á flugi en þar flýgur hann yfir heimaslóðir sínar og Nönnu Bryndísar söngkonu sveitarinnar sem kemur úr Garðinum. Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband af flugferð Brynjars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024