Brynja Árnadóttir fánahyllir 2015
– á hátíðarhöldum 17. júní í Reykjanesbæ
Brynja Árnadóttir fyrrverandi kennari og skólastjóri í Myllubakkaskóla dró þjóðhátíðarfánann að húni í skrúðgarðinum í Keflavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Brynja er fædd og uppalin í Keflavík. Hún hóf störf haustið 1963 við Myllubakkaskóla, sem áður hét Barnaskólinn í Keflavík. Þar starfaði hún til vorsins 2010. Hún varð skólastjóri við skólann í september 2003. Eftir að Brynja hætti við skólann starfaði hún við skólaskrifstofu Reykjanesbæjar til loka árs 2014.
Eftir að fánahyllingu lauk tók við dagskrá á sviði með hefðbundnum hætti. Ljósmyndarar Víkurfrétta smelltu af meðfylgjandi myndum á þjóðhátíðardaginn í gær.
VF-myndir: Hilmar Bragi