Brynhildur með Kósý veröld Lúka á HönnunarMars
Kósý veröld Lúka er sýning á HönnunarMars á nýrri heimilislínu frá hönnunarfyrirtækinu Lúka sem hefur aðallega verið að fást við textíla, fatnað og myndlist hingað til. Nýja línan snýst um notalegt andrúmsloft og innri ró og frið. Þetta er lína af umhverfisvænum og sjálfbærum húsgögnum og húsbúnaði. Sýningin verður í Willamia að Garðatorgi 4 í Garðabæ. Opnunartímar sýningarinnar eru dagana 28. til 29. mars kl. 11:00–18:00 og 30. mars kl. 11:00–16:00.
Keflvíkingurinn Brynhildur Þórðardóttir er textíl- og fatahönnuður og stendur á bakvið sýninguna Kósý veröld Lúka. Hún hefur rekið sitt eigið fyrirtæki Lúka Art & Design í nokkur ár og tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis t.a.m. Reykjavik Fashion Festival og Copenhagen Fashion Week. Brynhildur hefur einnig unnið sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður fyrir ZO-ON og Varma. Hún starfar líka sem búningahönnuður fyrir Poppoli kvikmyndagerð og hefur verið tilnefnd til Eddu verðlaunanna fyrir verk sín. Brynhildur hefur unnið sem listrænn ráðunautur fyrir myndlistarmenn og hönnuði, gert auglýsingar fyrir stofnanir og fyrirtæki, sett upp sýningar fyrir Fatahönnunarfélag Íslands, Poppminjasafn Íslands ofl. Í dag er Brynhildur að sinna eigin hönnun, veitir innanhúsráðgjöf, vinnur að vöruþróun fyrir Prjónastofu Akureyrar og hannar sokka fyrir Smart Socks.
Kósý veröld Lúka snýst um notalegt andrúmsloft, innri ró og frið. Boðið er upp á breiða línu af umhverfisvænum og sjálfbærum húsgögnum og húsbúnaði með samþætt heildarútlit.
Línan Kósý veröld frá Lúka snýst um notalegt andrúmsloft, innri ró og frið. Um er að ræða umhverfisvæn og sjálfbær húsgögn og húsbúnað sem er framleiddur hérlendis.
Vörurnar eiga að auðvelda okkur að upplifa gæðastundir hvort sem er með sjálfum okkur eða öðrum. Við höfum öll þörf fyrir þægilegt andrúmsloft inni á heimilum okkar þar sem við njótum matar, hlýju og kertaljóss. Boðið er upp á breiða línu með samþætt heildarútlit fyrir heimilið með fallegum og vönduðum vörum en sá hluti línunnar sem verður til sýnis á HönnunarMars eru kertastjakar, brauðbretti og framreiðslubakkar, speglar, prentverk, sófaborð og teppi.
Vörurnar eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum á borð við birki, eik og ull en einnig stáli, steypu og gleri. Litirnir eru róandi og hlýir. Brúnir og gráir tónar eru ríkjandi ásamt rauðum, gulum og bláum.