Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bryndís Eva: Næturvaktirnar létta mikið undir foreldrum
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 11:57

Bryndís Eva: Næturvaktirnar létta mikið undir foreldrum

Þau Bergþóra og Hjörleifur og dóttir þeirra, Bryndís Eva, sem glímir við veikindi á Barnaspítala Hringsins fengu loks sínu fram um helgina. Þá var loks ákveðið að Bryndís Eva fengi yfirsetu á nóttunni eins og hún þarf nauðsynlega og létti það gríðarlegu álagi af Bergþóru og Hjörleifi sem hafa þurft að skiptast á að vaka yfir henni á nóttunni. Bryndís Eva hefur legið á Barnaspítalanum frá því hún veiktist í byrjun desembermánaðar.

„Þetta er þvílíkur munur og skiptir öllu máli fyrir okkur,“ sagði Bergþóra í samtali við Víkurfréttir í gær. „Nú getum við sofið á nóttunni og erum hress á dgainn og getum þess vegna sinnt Bryndísi Evu betur.“

Umfjöllun fréttaskýringaþáttar NFS, Kompáss, um málið vakti mikla athygli og ýtti á aðgerðir stjórnenda sjúkrahússins sem hafa nú sett hjúkrunarkonu á vakt við hlið litlu stúlkunnar. Ástand hennar breytist lítið þessa dagana þar sem hún er á miklum lyfjum, en nú miðar meðferð að því að henni líði sem best.

Bergþóra og Hjörleifur gista ennþá á Barnaspítalanum flestar nætur þar sem þau vilja vera til taks ef breyting verður á ástandi Bryndísar Evu. Þó leysa foreldrar þeirra stundum af og dvelja þau þá á heimili sínu í Reykjanesbæ.

Þau segjast óhemju þakklát fyrir stuðninginn sem þau hafa fengið í erfiðleikum sínum. „Það er gott að vita til þess að fólk hugsar til okkar. Til dæmis fórum við niður í bæ í Keflavík í dag [í gær] og vorum oft stöðvuð úti á götu og okkur hrósað fyrir baráttuna.“

Ákvörðun stjórnendanna hefur létt mikið undir með þeim, en þó þarf meira til og geta þeir sem vilja leggja sitt af mörkum lagt inn framlag sitt á styrktarreikning Bryndísar Evu: 1109-05-410900 og kennitalan er 290681-5889.

Smellið hér til að fara inn á Vefsíðu Bergþóru og Hjörleifs
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024