Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bryggjudagurinn í Vogum
Fimmtudagur 4. júní 2009 kl. 08:39

Bryggjudagurinn í Vogum


Laugardaginn 6. júní verður Bryggjudagurinn í Vogum haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti. Dagurinn er samstarfsverkefni félagasamtaka í Sveitarfélaginu Vogum og er haldinn í tengslum við sjómannadaginn. Dagskráin fer öll fram við bryggjuna í Vogum, hefst kl. 09:30 og stendur til kl. 15:00. Boðið verður upp á dorgveiði, kappróður, grillaðar pylsur, stakkasund, hægt verður að kaupa kaffi og vöfflur og margt fleira. Dagskránni lýkur með siglingu undir Stapann. Íbúar Sveitarfélagsins Voga og nágrannar þeirra eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri dagskrá. Rétt er að taka fram að dagskrá bryggjudagins getur tekið breytingum eftir veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024