Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 14. janúar 2002 kl. 21:10

Brunað eftir Smáratúni til að sleppa við umferðarljós

Smáratún í Keflavík virðist vera notað sem hjáleið hjá mörgum ökumönnum til að komast hjá umferðarljósum á Hringbraut. Íbúi við götuna lýsir stórsvigi bíla á miklum hraða um götuna, sem er þröng en barnmikil.Orðrétt er bréfið frá íbúa götunnar svona en það er ritað á vef Reykjanesbæjar:
„Ég flutti ásamt fjölskyldu minni á þessa götu sl. sumar. Frá þeim tíma hef ég verið var við ótrúlegt háttarlag á umferð við þessa götu. Málið er að það virðist sem margir ökumenn og þá sérstaklega þeir sem eru að flýta sér séu farnir að nota Smáratúnið sem leið til að losna við ljósin á Hringbrautinni, maður sér bíla koma á töluverðum hraða eftir Smáratúninu og beygja svo niður á Hringbraut, ekki bætir úr skák að gatan er frekar þröng og ef bílum er lagt beggja vegna þá getur umferð ekki mæst nema annar víkji og bíði, þannig að stundum er þetta eins og að horfa á stórsvig hér eftir götunni. Í þessari götu er mikið af börnum á öllum aldri og miðað við það sem maður hefur séð á þeim stutta tíma sem við höfum búið hér þá hlítur einhver vendarengill að vaka yfir þeim þar sem þau eru að leika sér úti alla daga. Hér þarf eitthvað að gera og það strax, þetta er greinilega vandamál sem hefur þróast eftir að umferðarljós voru sett á Hringbrautina, að mínu mati finnst mér umferð ganga betur og öruggari fyrir sig þar sem umferðarljós eru til staðar en það er greinilegt að töluverður fjöldi ökumanna er ekki á sama máli og nýta sér ótrúlegustu aðferðir til að losna við þau.
Mig langar að spyrja hvort þið hafið heyrt áður af þessu vandamáli frá öðrum íbúum götunnar og hvort einhverjar hugmyndir hafi komið upp um úrbætur. Að mínu mati væri óskastaðan að skipta götunni í tvo botlanga og hafa skiptinguna t.d. þar sem skóla svæðin mætast þ.e.a.s á milli húsa 36 og 38 og/eða lækka leyfilegan hraða við götuna. Ég bið ykkur vinsamlegast að athuga þetta mál áður en eitthvað slys verður“.

Bæjaryfirvöld hafa ekki svarað erindinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024