Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Brúður eftir teikningum barna
Föstudagur 12. apríl 2013 kl. 10:17

Brúður eftir teikningum barna

Sett hefur verið upp nokkurskonar sýning á brúðum í bakaríinu Korninu við hlið Húsasmiðjunnar í Innri Njarðvík, sem Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður, hefur saumað eftir teikningum barna.
Brúðurnar voru sýndar á Vetrarhátíð Reykjavíkur 2012 og fékk Guðmundur þá um 800 teikningar frá
börnum sem sóttu sýninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Það gæti verið skemmtilegt fyrir foreldra eða ömmur og afa að leggja leið sína og skoða þessar brúður og án efa munu þær kveikja löngun eða áhuga einhverra á að sauma brúðu eftir barnið sitt eða barna barnið sitt.

Sýningin stendur í óákveðin tíma og er opin á opnunartíma Kornsins.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024