Bríet í Hljómahöll 28. janúar
Það er Hljómahöll mikil ánægja að tilkynna fyrstu tónleika ársins! Þann 28. janúar mun söngkonan Bríet koma fram, en Bríeti þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Bríet hefur verið áberandi undanfarin ár en segja má að plata hennar Kveðja, Bríet sem kom út síðast liðið haust hafi slegið í gegn hjá þjóðinni en platan vermdi um tíma öll toppsætin á spilunarlistum Spotify. Bríet mun koma fram ásamt gítarleikara og munnhörpuleikara á tónleikunum.
Vegna aðstæðna og sóttvarnarreglna í samfélaginu eru aðeins 100 miðar í boði á þessa tónleika fyrir fullorðna. Gestir þurfa að bera grímu og sitja í númeruðum sætum. Að auki verða 100 miðar í boði fyrir börn sem eru fædd árið 2005 og síðar. Athugið að framvísa þarf skilríkjum við inngang til að sýna fram á að miðategund stangist ekki á við aldur gests.
Á tónleikunum verður hvorki áfengissala né hlé. Tónleikarnir verða um það bil ein klukkustund að lengd.
Miðasala hefst fimmtudaginn 21. janúar kl. 13:00.
Tónleikarnir fara fram í Stapa kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:00.