Breskur togari sökkti Gunnari Hámundarsyni
Skipstjórinn Þorvaldur Halldórsson rifjar upp atvikið frá 1950
Þann 21. ágúst árið 1950 sigldi breskur togari niður fiskibátinn Gunnar Hámundarson úr Garðinum. Báturinn, Gunnar Hámundarson var í eigu Halldórs í Vörum og sökk hann á skammri stundu en skipverjarnir sjö björguðust allir naumlega úr sjónum.
Guðmundur M. úr Garðinum tók viðtal við skipstjóra skipsins, Þorvald Halldórsson en þar rifjar hann upp atvikið sem átti sér stað í góðu veðri einn ágústdag.