Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 19. mars 2004 kl. 15:24

Bresk leikkona leiðbeinir leiklistarnemum í FS

Á mánudagsmorgunn 22.mars klukkan 9-12 verður spennandi gestur á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hér á landi er stödd leikkona frá The National Theatre of London (breska þjóðleikhúsinu), Didi Hopkins og mun hún leiða leiklistarnemendur skólans í gegnum ítalska götuleikhúshefð sem nefnist Commedia´dell Arte, grínleikur með grímum. Hún kom hingað til lands til að kenna á námskeiði hjá upprennandi leikurum í Listaháskóla Íslands í tvær vikur. Vegna kunningsskapar við leiklistarkennarann í FS hafði hún samband og bauð upp á þetta námskeið í grínleik þennan morgunn. Það verður væntanlega kátt á hjalla í fjölbraut á mánudagsmorgun!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024