Breiðbandið safnaði fyrir Einstök börn
Í maí byrjun hélt Breiðbandið einkatónleika í Frumleikhúsinu þar sem nýr diskur hljómsveitarinnar var tekinn upp. Diskurinn sem mun fá nafnið "Breiðbandið - Léttir á sér" er væntanlegur í júlí og inniheldur frumsamin og áður óútkomin lög.
Á tónleikunum sem voru vel sóttir af vinum og vandamönnum voru veitingar í boði Breiðbandsins, en fólki var frjálst "greiða" fyrir veitingarnar sem myndi þá renna beint og óskipt til Einstakra barna en það eru samtök barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma. Tæplega 60 þús. krónur söfnuðust og var það Breiðbandinu sönn ánægja að færa þessum samtökum þá peninga sem söfnuðust.
Meðfylgjandi mynd er frá umræddum tónleikum, sem voru einkar heimilislegir ef marka klæðaburð hljómsveitarmeðlima.
Fjóla Ævarsdóttir og Guðmundur Guðbergsson tóku við peningagjöfinni fyrir hönd Einstakra Barna, þau eru foreldrar Hugins Heiðars sem fjallað hefur verið um í Víkurfréttum.
Á tónleikunum sem voru vel sóttir af vinum og vandamönnum voru veitingar í boði Breiðbandsins, en fólki var frjálst "greiða" fyrir veitingarnar sem myndi þá renna beint og óskipt til Einstakra barna en það eru samtök barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma. Tæplega 60 þús. krónur söfnuðust og var það Breiðbandinu sönn ánægja að færa þessum samtökum þá peninga sem söfnuðust.
Meðfylgjandi mynd er frá umræddum tónleikum, sem voru einkar heimilislegir ef marka klæðaburð hljómsveitarmeðlima.
Fjóla Ævarsdóttir og Guðmundur Guðbergsson tóku við peningagjöfinni fyrir hönd Einstakra Barna, þau eru foreldrar Hugins Heiðars sem fjallað hefur verið um í Víkurfréttum.