Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Breiðbandið léttir á sér á nýjum diski
Mánudagur 28. ágúst 2006 kl. 22:56

Breiðbandið léttir á sér á nýjum diski

Gleðitríóið Breiðbandið úr Keflavík hefur nú sent frá sér annan disk sem nefnist "Breiðbandið - Léttir á sér".  Diskurinn kemur í kjölfarið á fyrri disknum sem nefnist "Breiðbandið - Af fullum þunga", sem núna er ófáanlegur.  Eins og landsmenn þekkja þá gerir Breiðbandið út á það að vera aðeins yfir kjörþyngd eins nöfn diskana bendir til.  Ásamt því að innihalda ótrúlega mikið af gríni þá eru einnig að finna á disknum verðandi ódauðlög lög eins og "Konurnar heim", "Þingmaður fólksins", "í guðanna bænum" og "Elsku Helga Möller".  Það er staðreynd að á sirka 40 ára fresti kemur fram hljómsveit frá Keflavík sem breytir íslenskri tónlistarsögu.  Síðast voru það Hljómar og er það næsta víst að núna sé það Breiðbandið.  Breiðbandið mun láta mikið að sér kveða á komandi Ljósanótt í Reykjanesbæ, en þá munu þeir vera með útgáfupartý á skemmtistaðnum Yello fimmtudagskvöldið 31. ágúst, þar sem góðar líkur eru á að Kristján Jóhannsson taki lagið með þeim, og það jafnvel frítt.  Einnig verður hljómsveitin á sérstakri kvöldvöku við smábátahöfnina ef bryggjuþolsprófanir standast þyngdarkröfur sveitarinnar.

Frekari upplýsingar um Breiðbandið er að finna á www.breidbandid.com og www.myspace.com/breidbandid.

Það er vitaskuld hið framsækna útgáfufyrirtæki Geimsteinn sem gefur diskinn út, enda Rúnar Júlíusson lunkinn að finna stjörnur komandi kynslóða eins og hann gerði með Hjálma.  Upptökustjóri er enginn annar en Guðmundir Kristinn Jónsson úr Hjálmum sem undanfarið hefur tekið upp hvert meistaraverkið á fætur öðru eins og t.d. Hjálma, Baggalút, KK, Möggu Stínu og Egil Ólafsson, en er það samdóma álit fróðra manna, að honum hefur aldrei tekið eins vel upp og í tilfelli Breiðbandsins.   Diskurinn inniheldur 15 frumsamin lög og mikið gamanmál.  Tryggið ykkur eintak strax því diskurinn mun eflaust seljast eins og kaldar kleinur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024