Breiðbandið kynnir nýtt myndband
Gleðisveitin Breiðbandið kynnti fyrir nokkru nýtt lag sem ber heitið Nágranninn.
Lagið hefur vakið mikla athygli og eignast sitt eigið líf í netheimum. Fólk hefur verið að senda textann sín á milli í tölvupósti ásamt því að birta hann á bloggsíðum sínum. Breiðbandið dreif sig svo loksins í hljóðver og tók upp lagið svo fólk gæti heyrt það í góðum gæðum og notið þess til fulls. Lagið var tekið upp undir stjórn Júlíusar Guðmundssonar í Geimsteini núna í sumar. Í framhaldinu gerðu meðlimir Breiðbandsins öldungis skemmtilegt myndband við þetta skemmilega lag sem nú er komið á netið.
Hér er lagið á Youtube: http://www.youtube.com/watch?v=f54ehQVdTDE