Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bráðnauðsynlegur félagsskapur í ballskák
Föstudagur 22. mars 2013 kl. 07:03

Bráðnauðsynlegur félagsskapur í ballskák

Eldri borgarar sækja stíft í ballskák í húsnæði Virkjunar á Ásbrú. Í nýjasta þætti Suðurnesjamagasíns var tekið hús á félögunum í Ballskákklúbbi eldri borgara sem þangað mæta a.m.k. tvisvar í viku Að jafnaði mæta 18-28 karlar á besta aldri og reyna fyrir sér í ballskákmótum.

Þó svo að keppnisskapið sé ekki langt undan er það fyrst og fremst félagsskapurinn sem menn sækjast í.  Flestir eru karlarnir færir í íþróttinni en alls eru sjö borð í húsnæðinu og aðstaðan einkar glæsileg. Nánar má sjá þessa hressu karla leika listir sínar í meðfylgjandi myndskeiði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024