Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Botnleðja bætist í hópinn á ATP á Ásbrú
Fimmtudagur 27. júní 2013 kl. 15:04

Botnleðja bætist í hópinn á ATP á Ásbrú

Það er skipuleggjendum All Tomorrow's Parties Iceland mikil ánægja að tilkynna að hljómsveitin Botnleðja bætist við þann fríða flokk listamanna sem koma fram á hátíðinni á Ásbrú nú um helgina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Botnleðja kemur fram á ATP en Shellac valdi hljómsveitina á ATP í Englandi árið 2004, segir í tilkynningu.

Hljómsveitin Botnleðja er flestum kunnug en eftir margra ára hlé hafa liðsmenn sveitarinn sent frá sér nýja plötu og æft stíft undanfarið. Hljómsveitin kemur fram annað kvöld á ATP Iceland en hér má finna uppfærða dagskrá. Þar má sjá hvenær hljómsveitirnar koma fram, hvaða bíómyndir verða sýndar í Andrews Theater og hvenær Popppunkturinn og Bókarbingó ATP fer fram o.s.frv.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024