Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Börnin vernda náttúruna
Fimmtudagur 14. nóvember 2013 kl. 08:59

Börnin vernda náttúruna

-Nemendur Akurskóla huga að umhverfinu

Nemendur í 3. og 4. bekk Akurskóla sköpuðu á dögunum glæsilegt listaverk sem kallast „Börnin vernda veröldina.“ Verkið var unnið til þess að vekja börnin til umhugsunar um verndun umhverfisins. Akurskóli er Grænfánaskóli og verkið Börnin vernda veröldina er gert  til að vekja börnin til umhugsunar um að við þurfum öll að vera meðvituð um verndun umhverfisins. „Í okkar skóla eins og í flestum skólum er börnum snemma kennt að fylgjast með umhverfismálum og að uppgötva að þau hafa áhrif á umhverfið með endurnýtingu og góðum lífstíl.

Þeim er kennt að vera góð hvert við annað og að hegðun manna og nútíma lífsstíll þarf að hafa jákvæð  áhrif á jörðina,“ segir Helga Lára Haraldsdóttir, kennari við Akurskóla. Oft vinna nemendur að ákveðnum verkefnum í stuttan tíma í senn, t.d. er rusl tínt af strandlengjunni einu sinni á hverju ári. Einnig læra börnin heilmikið um fjölbreytni og fegurð náttúrunnar og hvað við erum heppin að hafa hreint  loft og hreint rennandi vatn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

 

 

 

Listaverk nemanda, „Börnin vernda veröldina.“