Börnin taka þátt í undirbúningi Ljósanætur
Ljósanefnd, sem sér um undirbúning að Ljósanótt, hefur ákveðið að í ár fái börn á leikskólaaldri tækifæri til að vera með í undirbúningi fyrir Ljósanótt. Um er að ræða tvö póstkort sem hvert barn fær sem þau svo skreyta sjálf og senda til ástvina eða ættingja utan að landi og bjóða þeim að taka þátt í skemmtidagskrá Ljósanætur. Á næstu dögum og vikum verður póstkortunum dreift í alla leikskóla Reykjanesbæjar en þeir eru sjö talsins með samtals rúmlega 600 börnum. Útlitshönnun og prentun póstkortanna var í höndum prentsmiðjunar Grágás í samráði við Ljósanefnd.
Að sögn Steinþórs Jónssonar, formanns Ljósanefndar, er hugmynd uppi um að virkja grunnskólabörn í upphafi skólaárs í tengslum við ljósanótt en nánari útfærsla á því er enn í gangi. „Með póstkortum í leikskólum og tengingu í grunnskóla er verið að virkja börnin í bænum til virkrar þáttöku á Ljósanótt og fylgja þar eftir markmiði Ljósanætur sem er að allir íbúar Reykjanesbæjar komi saman til að skemmta sér og öðrum hver á sinn hátt. Um leið hvetja börnin ættingja, vini og brottflutta íbúa að koma í heimsókn og njóta dagsins með okkur“,segir Steinþór.
Á síðustu vikum hefur Ljósanefndin komið saman og hafið vinnu við að koma endanlegri dagskrár ljósanætur saman. Þá hefur nokkur vinna verið lögð í undirbúning á nýrri heimasíðu - ljosanott.is - en þar verður að finna fréttir, myndir, greinar og dagskrá bæði liðnar og þeirrar sem framundan er. Opnun síðunnar verður kynnt sérstaklega á næstu dögum.
Mikil áhugi hefur komið fram í framhaldi af auglýsingu Ljósanefndar um sönglagakeppni og má gera ráð fyrir fjölda laga í keppnina sem vonandi skilar sér í nýju og skemmtilegu lagi fyrir Ljósanótt til framtíðar.
Hugmynd er uppi um að hátíð í tengslum við ljósanótt verði nú frá fimmtudegi til laugardags með hápunkti á laugardegi. Ljósanótt verður í ár haldinn laugardaginn 7. september.
Að sögn Steinþórs Jónssonar, formanns Ljósanefndar, er hugmynd uppi um að virkja grunnskólabörn í upphafi skólaárs í tengslum við ljósanótt en nánari útfærsla á því er enn í gangi. „Með póstkortum í leikskólum og tengingu í grunnskóla er verið að virkja börnin í bænum til virkrar þáttöku á Ljósanótt og fylgja þar eftir markmiði Ljósanætur sem er að allir íbúar Reykjanesbæjar komi saman til að skemmta sér og öðrum hver á sinn hátt. Um leið hvetja börnin ættingja, vini og brottflutta íbúa að koma í heimsókn og njóta dagsins með okkur“,segir Steinþór.
Á síðustu vikum hefur Ljósanefndin komið saman og hafið vinnu við að koma endanlegri dagskrár ljósanætur saman. Þá hefur nokkur vinna verið lögð í undirbúning á nýrri heimasíðu - ljosanott.is - en þar verður að finna fréttir, myndir, greinar og dagskrá bæði liðnar og þeirrar sem framundan er. Opnun síðunnar verður kynnt sérstaklega á næstu dögum.
Mikil áhugi hefur komið fram í framhaldi af auglýsingu Ljósanefndar um sönglagakeppni og má gera ráð fyrir fjölda laga í keppnina sem vonandi skilar sér í nýju og skemmtilegu lagi fyrir Ljósanótt til framtíðar.
Hugmynd er uppi um að hátíð í tengslum við ljósanótt verði nú frá fimmtudegi til laugardags með hápunkti á laugardegi. Ljósanótt verður í ár haldinn laugardaginn 7. september.