Börn hjálpa börnum
Börn hjálpa börnum% …h±öd#or‚mðEfEök´ABC gh§1lparstarfs til hjálpar yfirgefnum kornabörnum og götubörnum á Indlandi og munaðarlausum börnum í Úganda, verður haldin þriðja árið í röð dagana 1.-15. mars. Munu börn um allt land ganga í hús og safna framlögum í sérmerkta, dagsetta og númeraða söfnunarbauka, sem auðkenndir eru með ljósbláum myndskreyttum miðum. Einnig eru börnin auðkennd með hvítum skyggnum með áletruninni: Börn hjálpa börnum 2000 ásamt merki ABC hjálparstarfs. Söfnunin fer að mestu leyti fram í gegnum grunnskóla landsins og rennur allt fé sem safnast óskert til byggingar heimila og skóla á Indlandi og í Úganda. Undanfarin tvö ár hafa safnast samtals um sex milljónir króna sem notaðar hafa verið til að byggja fyrstu hæð kornabarnahúss, íbúðarhús og hluta skólabyggingar fyrir Heimili litlu ljósanna ásamt grunninum að íbúðarhúsi fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi. Í þessari söfnun verður lögð áhersla á að ljúka þeirri byggingu svo að börnin geti flutt inn, en ef nægilegt fé safnast verða einnig byggðar fjórar skólastofur við ABC skólann í Kitetika í Úganda og haldið áfram uppbyggingu á Heimili litlu ljósanna. Mikil þörf er einnig á fleiri stuðningsaðilum til að sjá um framfærslu barnanna á heimilunum og munu börnin hafa bæklinga meðferðis fyrir þá sem vilja gerast fósturforeldrar barna. Söfnunarreikningur er í Íslandsbanka nr. 515-14-110000 fyrir þá sem missa af heimsókn barnanna, en reynt verður að safna um allt land. Hægt er að tilkynna þátttöku söfnunarbarna til ABC hjálparstarfs í síma 561 6117, í tölvupósti [email protected] eða til Maríu Magnúsdóttur í s.4213842. Eru fólk beðið um að taka vel á móti börnunum sem ganga í hús og safna.