Borðuðu kótilettur í Kúagerði
Sigvaldi Arnar Lárusson er kominn á höfuðborgarsvæðið. Hann og göngufélagar hans í Umhyggjugöngunni frá Keflavík til Hofsóss eru þessa stundina að ganga inn í Hafnarfjörð ef fyrir klukkustund síðan tilkynnti Sigvaldi á fésbókarsíðu göngunnar að hann væri hálfnaður á fyrsta legg göngunnar sem er frá Keflavík og í Mosfellsbæ.
Matarhlé var tekið í Kúagerði en þangað sendi Magnús veitingamaður á Réttinum gönguhópnum kótilettur ásamt meðlæti. Svangur hópurinn tók vel til matar síns og talaði um að þarna væri komið eldsneyti á tankinn sem myndi duga til loka dagsins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við upphaf göngunnar í morgun og þegar matarhlé var tekið nærri Kúagerði.
VF-myndir: Hilmar Bragi
Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri hvaddi Sigvalda Arnar Lárusson við lögreglustöðina við Hringbraut í morgun og gekk svo með honum fyrsta spölinn. VF-mynd: Hilmar Bragi