Bóndadagstónleikar í Hlöðunni föstudaginn 20. janúar
Föstudaginn 20. janúar næstkomandi, á bóndadag, mun Markús Bjarnason koma fram á sérstökum Bóndadagstónleikum Hlöðunnar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 í Hlöðunni við bæinn Minni-Voga Egilsgötu 8 í Vogum á Vatnsleysuströnd.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Viðburðurinn er sá fyrsti í röð viðburða sem Hlaðan býður upp á í ár en dagskráin er komin út og má m.a. nálgast hana á vefsíðu Hlöðunnar www.hladan.org.
Menningarverkefnið Hlaðan er styrkt af Menningarráði Suðurnesja.