Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bökuðu yfir eitt þúsund laufabrauð
Sunnudagur 3. desember 2006 kl. 03:08

Bökuðu yfir eitt þúsund laufabrauð

Foreldrafélag Holtaskóla efndi til laufabrauðsgerðar á föstudaginn og var þátttaka með allra besta móti. Rúmlega eitt þúsund laufabrauð voru steikt þetta síðdegið og mátti sjá einbeitinguna skína úr mörgu andlitinu þegar laufabrauðin voru skorin eftir kúnstarinnar reglum. Sá siður að baka laufabrauð þykir mörgum vera ómissandi hluti af jólaundirbúningnum og er algengt að stórfjölskyldan og vinahópar safnist saman í upphafi aðventu til að hjálpast að við laufaskurðinn og steikinguna.

Áður fyrr var mjöl munaðarvara á fátækum heimilum og til að fá sem flestar kökur úr deiginu voru þeir hafðar eins þunnar og frekast var unnt. Var haft á orði að ef hægt væri að lesa Biblíuna í gegnum kökuna væri hún nógu þunn.

Í myndasafni VF hér á vefnum má sjá nokkrar svipmyndir sem Ellert Grétarsson tók við þetta tækifæri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024