Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókmenntaganga um söguslóðir
Mánudagur 6. júní 2016 kl. 06:00

Bókmenntaganga um söguslóðir

- Kíkja á slóðir sögunnar Fiskarnir hafa enga fætur

Boðið verður upp á Bókmenntagöngu frá Bókasafni Reykjanesbæjar næsta fimmtudag klukkan 19:30. Tilefnið er Geopark vika sem stendur 6. til 12. júní.

 Markmið Geopark viku er að bjóða upp á áhugaverða viðburði sem endurspegla náttúru og mannlíf á Reykjanesskaga. Farið verður í gönguna fimmtudaginn 9. júní klukkan 19.30 frá Átthagastofu í bókasafninu.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ragnhildur Árnadóttir bókasafnsfræðingur og Rannveig Lilja Garðarsdóttir leiðsögumaður leiða gönguna en farið verður á söguslóðir úr bókinni Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson. Saga bókarinnar gerist að stórum hluta í Keflavík og ætla þær stöllur að ganga með hópinn um helstu staði sem tengjast sögunni.