Bókin „Sagnaslóðir á Reykjanesi“ komin út
Útgáfuteiti vegna útkomu bókarinnar Sagnaslóðir á Reykjanesi fór fram í Saltfisksetrinu í síðustu viku. Um það bil 50 manns komu og samfögnuðu Sigrúnu Jónsdóttur Franklín sem er höfundur bókarinnar. Sigrún sem rekur báðar ættir sínar á Reykjanesið, er mikil áhugamanneskja um sögu og menningu okkar svæðis og eftir að hún útskrifaðist sem svæðaleiðsögumaður á Reykjanesi hefur hún haft frumkvæði að fjölmörgum verkefnum og viðburðum er lúta að gönguferðum, sagnakvöldum ofl. Sigrún er verkefnisstjóri Viðburðadagskrár Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar.
Bókin er unnin sem lokaverkefni Sigrúnar við nám í Háskóla Íslands og byggir að mestu á erindum sem Sigrún og félagar hennar í Leiðsögumönnum Reykjaness hafa flutt á sl ári, einnig geymir hún mikin fróðleik um byggðir, mannfólk og minjar á Reykjanesskaganum.
Af vef Grindavíkurbæjar