Bókasafnið: Ferðalög í ýmsum myndum
Blásið verður til norrænnar bókasafnaviku á Bókasafni Reykjanesbæjar mánudaginn 14. nóvember kl. 18:00. Lesið verður við kertaljós úr bók Selmu Lagerlöf „Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð“, hlýtt á norræna söngva og fræðst um heima víkinga í Reykjanesbæ.
Norræna bókasafnavikan er nú haldin í 10. sinn en markmið hennar er að vekja athygli á sameiginlegum arfi Norðurlandanna og þeirrar fornu menningarhefðar að lesa við kertaljós í baðstofum. Þemað í ár er „Á ferð í Norðri“ og verður því sjónunum beint að ferðalögum í tíma og rúmi.
Dagskráin hefst kl. 18:00 með því að slökkt verður á rafmagnsljósum, kertaljós tendruð og Fjóla Oddgeirsdóttir, nemi í Njarðvíkurskóla les kaflann „Borgin á hafsbotni“. Sönghópurinn „The Engels“ úr Njarðvíkurskóla mun flytja nokkra norræna söngva og Árni Sigfússon bæjarstjóri kynnir bæjarbúum hugmyndina að Víkingaheimum við Fitjar.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Norræna bókasafnavikan er nú haldin í 10. sinn en markmið hennar er að vekja athygli á sameiginlegum arfi Norðurlandanna og þeirrar fornu menningarhefðar að lesa við kertaljós í baðstofum. Þemað í ár er „Á ferð í Norðri“ og verður því sjónunum beint að ferðalögum í tíma og rúmi.
Dagskráin hefst kl. 18:00 með því að slökkt verður á rafmagnsljósum, kertaljós tendruð og Fjóla Oddgeirsdóttir, nemi í Njarðvíkurskóla les kaflann „Borgin á hafsbotni“. Sönghópurinn „The Engels“ úr Njarðvíkurskóla mun flytja nokkra norræna söngva og Árni Sigfússon bæjarstjóri kynnir bæjarbúum hugmyndina að Víkingaheimum við Fitjar.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.