Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 31. ágúst 2001 kl. 09:02

Bókasafn á Ljósanótt

Á Ljósanótt verður ljósmyndasýning í bókasafninu þar sem ljósmyndir fréttaritara Morgunblaðsins verða til sýnis. Sýningin er farnadsýning og hefur verið sett upp um allt land og m.a. í Kringlunni. Sýningin stendur yfir til 18. september.
Bókasafnið lætur vel að viðskiptavinum sínum á Ljósanótt og hefur verið ákveðið að halda sektalausan dag 1. september. Viðskiptavinum gefst þó kostur á að skila inn bókum sem hafa verið úti í lengur en mánuð án þess að þurfa að borga sekt. Bókasafnið verður opið lengur en venjulega á laugardögum eða frá kl. 10-18.

Bæjarbúum og öðrum gefst kostur á því að fá forsmekkinn af Bátasafni Gríms en safnið verður opið almenningi í Duus-húsunum. Sýningarhúsnæðið kemst ekki í gagnið fyrr en næsta vor en í tilefni af menningar- og fjölskylduhátíðinni Ljósanótt verður safnið til sýnis. Safnaþyrstir gestir Ljósanætur geta sömuleiðis litið við á Byggðasafni Reykjanesbæjar í Vatnsnesi en safnið verður opið frá kl. 13-18 laugardag og sunnudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024