Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókakonfekt og Jóla-kósý
Jóhann Helgason, Úlfar Þormóðsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir lásu úr nýútkomnum bókum sínum.
Föstudagur 16. desember 2022 kl. 09:18

Bókakonfekt og Jóla-kósý

Bókakonfekt var haldið þann 1. desember í Bókasafni Reykjanesbæjar. Rithöfundarnir Úlfar Þormóðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Jóhann Helgason lásu þá upp úr nýútkomnum bókum sínum við góðar undirtektir gesta og einnig mættu nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fluttu tónlistaratriði með jólaívafi. Dagskráin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Við sama tækifæri opnaði sýningin Jóla-kósý í Átthagastofu bókasafnsins en sýningin verður opin allan desembermánuð. Þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.

Sýningin Jóla-kósý verður opin allan desember á opnunartíma bókasafnsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024