Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókakonfekt í Duushúsum
Föstudagur 4. desember 2009 kl. 08:18

Bókakonfekt í Duushúsum


Hið árlega Bókakonfekt verður haldið í listasal Duushúsa næstkomandi sunnudag og hefst klukkan 13:30. Fimm höfundar lesa upp úr nýúkomnum bókum og inn á milli upplestra verður boðið upp á tónlist.

Þetta er í 10. sinn sem boðið er upp á Bókakonfekt. Upplesarar hafa aldrei verið fleiri en í ár og eru höfundarnir og sögurnar bæði fjölbreytt og ólík.

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson les úr ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar, Söknuður. Guðmundur Brynjólfsson les úr fyrstu bók sinni, unglingabókinni Þvílík vika, sem færði Guðmundi íslensku barnabókaverðlaunin. Ólafur Haukur Símonarson les úr skáldsögunni Fuglalíf á Framnesvegi, Vilborg Davíðsdóttir les úr skáldsögunni Auður, sem byggð er á ævi landnámskonunnar Auðar djúpúðgu. Vilborg hefur verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunana fyrir bókina. Blaðamaðurinn Guðrún Guðlaugsdóttir og Jón Böðvarsson lesa úr viðtalsbók Guðrúnar við Jón, Sá á skjöld hvítan.

Um tónlistarflutning sér hljómsveitin Talenturnar, sem skipuð er 7 hljóðfæraleikurum úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi og Eymundsson selur bækur höfundanna.

Bókakonfektið er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Eymundssonar bókaverslunar og styrkt af Menningarráði Suðurnesja.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024