Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bókakonfekt á Bryggjunni
Sunnudagur 8. desember 2013 kl. 08:00

Bókakonfekt á Bryggjunni

 

Bókakonfekt Bókasafns Grindavíkur og kaffihússins Bryggjunnar, verður haldið á Bryggjunni í Grindavík miðvikudaginn 11. desember. n.k., kl. 21:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Illugi Jökulsson og Jón Kalmann Stefánsson lesa úr bókum sínum. Illugi hefur sent frá sér nokkrar bækur um fótboltahetjur síðustu ár, en sú nýjasta - Háski í hafi, fjallar um sjóslys við Ísland í byrjun 20. aldar. Jón Kalmann skrifaði þríleikinn vinsæla, Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, um lífsbaráttu, ástir og dauða. Í nýju bókinni hans, Fiskarnir hafa enga fætur, er sögð saga ættar allt frá byrjun tuttugustu aldar og fram til okkar daga. Sagan teygir sig frá Norðfirði til Keflavíkur.

Kannski bætist í rithöfundahópinn og verður það þá auglýst er nær dregur.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.