Bókakonfekt
Laugardaginn 8. des. kl. 16.00 verður hið árlega Bókakonfekt haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar. Nokkrir rithöfundar koma í safnið og lesa upp úr og kynna nýjustu verk sín. Þeir höfundar sem munu heiðra okkur með nærveru sinni að þessu sinni eru Arnaldur Indriðason, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Við þetta tækifæri mun Rúnar Júlíusson einnig kynna nýjan geisladisk sem hann er að gefa út. Bókabúð Keflavíkur verður með sölubás á staðnum og getur fólk því keypt bækur þessara höfunda og fengið þær áritaðar.
Allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir og bókasafnið býður uppá kaffi og konfekt.
Þeir sem standa fyrir uppákomunni eru Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir og bókasafnið býður uppá kaffi og konfekt.
Þeir sem standa fyrir uppákomunni eru Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.