Bókagerðanámskeið í Norrænni bókasafnaviku
Norræna bókasafnavikan verður vikuna 14.-20.nóvember nk.
Framtíðin á Norðurlöndum er þema vikunnar að þessu sinni. Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður áhersla lögð á framtíð yngri kynslóðarinnar á Norðurlöndunum.
Miðvikudaginn 16. nóvember, sem er einnig Dagur íslenskrar tungu, verður boðið upp á bókagerðarnámskeið í safninu. Á námskeiðinu, sem verður frá klukkan 14-16, verða kenndar þrenns konar aðferðir til bókagerðar sem hægt er að búa til heima. Allir sem taka þátt eru svo hvattir til að skrifa sögu um sína eigin framtíð í bækurnar.
Athugið að skráning er nauðsynleg. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins og á heimasíðu safnsins.