BOGI ÞORSTEINSSON LÁTINN
Bogi Þorsteinsson, fyrrvervandi yfirflugumferðastjóri á Keflavíkurflugvelli lést 17. desember sl. áttræður að aldri.Bogi fæddist 2. ágúst árið 1918 að Ljárskógaseli í Laxárdalshreppi . Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason, bóndi og Alvild Bogadóttir. Bogi stundaði nám við Reykholtsskóla en síðar nam hann loftskeytafræði og flugumferðastjórn og lauk hann prófi í báðum greinunum, hinni síðarnefndu í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1951. Seinna fór hann í námsferðir til Bretlands og Bandaríkjanna.Bogi var loftskeytamaður á skipum Eimskipafélags Íslands, m.a. á Dettifossi en því skipi var sökkt árið 1945. Bogi tók síðar við starfi loftskeytamanns flugmálastjórnar ári síðar og varð síðan yfirflugumferðastjórastarfi á Keflavíkurflugvelli árið 1951. Bogi kom víða við í íþróttamálum á Suðurnesjum og bar þar hæst afskipti hans af körfuknattleik, ekki síst þegar íþróttin var að stíga sín fyrstu skref hér á landi. Hann var formaður Körfuknattleikssambands Íslands og sat alþjóðlegar körfuknattleiksráðstefnur og var fulltrúi sambandsins í Ólympíunefnd Íslands. Bogi var um árabil formaður Ungmennafélags Njarðvíkur og allt fram í andlát sótti hann leiki meistaraflokks UMFN í körfuknattleik. Bogi átti einnig sæti í knattspyrnudómsstól KSÍ. Bogi fylgdist einnig vel með í uppgangi golfíþróttarinnar hjá Golfklúbbi Suðurnesja og stundaði sjálfur íþróttina í mörg ár. Fyrir þessi störf var Bogi sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Jarðaför Boga fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 14.