Boðið í þyrluflug á Ljósanótt
Íbúum og gestum Reykjanesbæjar gefst kostur á að fara í þyrluflug í tilefni Ljósanætur. Flogið verður með gesti seinnipartinn á föstudag og fram á kvöld og frá hádegi á laugardag og fram á kvöld. Gert er ráð fyrir að flugtíminn verði um 5-7 mínútur og verður flogið yfir Reykjanesbæ.Verð fyrir einstakling er 2.500 krónur og er þeim sem hafa áhuga á þyrlufluginu bent á að hringja í Öryggis- og upplýsingamiðstöð Ljósanætur í síma: 891-9101.