Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bóbi lagði blómsveig að minnismerki sjómanna
Blómsveigurinn var lagður að sjómannamerkinu eftir messuna í bíósal Duus húsa. VF/pket
Föstudagur 7. júní 2024 kl. 10:15

Bóbi lagði blómsveig að minnismerki sjómanna

Guðmundur Garðarsson, fyrrverandi skipstjóri, lagði blómsveig við minnismerki sjómanna að lokinni sjómannamessu í bíósal Duus húsa á sjómannadaginn í Reykjanesbæ.

Blómsveigurinn er frá VSFK og Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum. Það er gömul hefð að útnefna einhvern einstakling til að gera þetta og fékk Guðmundur, eða Bóbi, heiðurinn í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Bóbi á Sávarborg GK úti fyrir Reykjanesi árið 1992. VF/Hilmar Bragi

Svartur sjór! Guðmundur Garðarsson var í eldlínunni á sjónum í mörg ár. Hilmar Bragi, þá 22 ára blaðamaður á Víkurfréttum fór í stuttan loðnutúr þegar loðna mokveiddist utan við Suðurnesin.


Sr. Brynja Þorsteinsdóttir, prestur í Njarðvíkursókn stýrði messu og athöfninni við sjómannamerkið. Félagar úr kór Njarðvíkurkirkju leiddu söng við undirspil og stjórn Rafns Hlíðkvists Björgvinssonar organista. Eftir messu og lagningu blómsveigs var bauð Sigurjónsbakarí upp á kaffi og kleinur.

Bóbi, afastrákurinn og nafni, Guðmundur Garðar Steindórsson og sr. Brynja við sjómannamerkið.