Blústónar í Stapa
Blúsandinn sveif yfir vötnum á tónleikum Rytma og blúsfélags Reykjanesbæjar í Stapa í gærkvöldi.
Þar lék blúsband Óskars Guðjónssonar ljúfa tóna ásamt Hildi Völu og Blúsbandi Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Lögin sem leikin voru koma úr smiðju nokkurra frægustu blúshunda allra tíma og var ekki annað að sjá en að þeir mörgu sem komu til að hlýða á tónleikana kynnu vel að meta flutninginn.
Í kvöld verður boðið upp á aðra tónleika þar sem hljómsveitirnar Mood, GoGo Blues og Kentár leika, en hinn óviðjafnanlegi gítarsnillingur Björgvin Gíslason mætir einnig á svæðið.
Miðaverð er kr. 2500, en Samkaup eru aðalstyrktaraðili þessarar tónleikaraðar.
VF-Myndir/Þorgils