Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blúsað á Fish House
Föstudagur 10. júní 2022 kl. 17:48

Blúsað á Fish House

Hljómsveitin Storð, sem ættuð er frá Suðurnesjum, hélt tónleika föstudagskvöldið 27. maí á glæsilegum tónleikastað Fish house í Grindavík. Þessi nýi og frábæri tónleikastaður hefur fengið heitið „Gígurinn“.

Mæting var mjög góð og var góður rómur gerður að lögunum sem öll eru eftir meðlimi hljómsveitarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Storð skipa þau Bjarni Geir Bjarnason á gítar, Logi Már Einarsson á bassa, Sturla Ólafsson á slagverk og Sigga Maya á míkrófón. Hljóðfæraleikarnir voru hver öðrum betri en sérstaka athygli vakti söngkonan Sigga Maya, hún semur alla textana en eftir að hafa fengið söguna á bak við viðkomandi texta greip Sigga tónleikagesti heljargreipum – önnur eins innlifun og sviðsframkoma hefur ekki sést í langan tíma! Við munum heyra meira frá Storð í framtíðinni!

The Tanks.

Hljómsveitin The Tanks hitaði upp og kom skemmtilega á óvart!

Ekki oft sem svona uppstilling á hljómsveit sést en hljómsveitina skipa Kristján R. Guðnason á kassagítar, Einar Páll Benediktsson sem syngur og Mike Weaver sem blés snilldarlega í munnhörpu. The Tanks tóku allt frá minna þekktum blússlögurum yfir í þekktari lög og hituðu salinn vel upp áður en Storð steig á svið.