Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blue Lagoon Soundtrack - diskur úr Bláa lóninu
Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 16:17

Blue Lagoon Soundtrack - diskur úr Bláa lóninu

Plötusnúðurinn Margeir Vilhjálmsson, betur þekktur sem DJ Margeir, hefur sent frá sér nýja plötu sem ber nafnið Blue Lagoon Soundtrack. Margeir hefur spilað nokkrum sinnum í Bláa lóninu og í kjölfarið fékk hann þá hugmynd búa til plötu sem væri lýsandi fyrir umhverfi Bláa lónsins þ.e. einstakt samspil orku, vísinda og náttúru.

Platan tilheyrir svokallaðri lounge-tónlist en tónlistin kemur úr ýmsum áttum og þar er meðal annars að finna lög með Daníel Ágústi og Ninu Simone. Platan myndar skemmtilega heild og er tilvalin fyrir alla tónlistarunnendur.

www.bluelagoon.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024