Blue Lagoon hádegisbrunch til styrktar og heiðurs Íþróttasambandi Fatlaðra
Hádegisbrunch að hætti matreiðslumeistara Bláa Lónsins verður í boði laugardaginn 26. október kl. 12.00 í Bláa Lóninu.
Öll innkoma vegna viðburðarins rennur til Íþróttasambands fatlaðra. Verð er 3.900 krónur fyrir fullorðna, 1.950 krónur fyrir 7-12 ára börn. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Boðskort í Bláa Lónið er innifalið í verði fyrir þá sem bóka fyrir kl. 16.00 föstudaginn 25. október.
Ylja, ein vinsælasta hljómsveit landsins, mun koma fram.
Árangur íþróttamanna Íþróttasambands Fatlaðra hefur vakið mikla athygli og eru margir þeirra í fremstu röð.
Bláa Lónið og Íþróttasamband Fatlaðra gerðu með sér samstarfssamning á sl. ári Samningurinn er til fjögurra ára og gildir fram yfir Ólympíumót Fatlaðra í Ríó 2016.