Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blómlegt og metnaðarfullt kórastarf hjá eldri borgurum
Mánudagur 7. maí 2007 kl. 14:36

Blómlegt og metnaðarfullt kórastarf hjá eldri borgurum

Kórastarf eldri borgara er bæði blómlegt og metnaðarfullt, eins og glögglega mátti sjá og heyra í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja á laugardaginn þegar Eldey, kór Félags eldri borgara á Suðurnesjum stóð þar fyrir kóramóti.
Fimm kórar eldri borgara frá jafnmörgum sveitarfélögum tóku þátt í mótinu sem haldið er árlega til skiptis í þeim bæjarfélögum sem kórarnir koma frá, þ.e. Akranesi, Hafnarfirði, Árborg og Mosfellbæ og að sjálfsögðu Suðurnesjum.

Fullt hús gesta var í sal FS á laugardag þar sem söngleðin var allsráðandi eins og myndirnar bera með sér, sem sjá má í ljósmyndasafninu hér á vefnum.

VF-mynd: elg








Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024