Blómasmiðja Ómars nýkomin úr andlitslyftingu
Blómasmiðja Ómars hefur opnað á ný eftir nokkrar útlitsbreytingar. Að sögn Ómars eiganda Blómasmiðjunnar voru breytingarnar gerðar til að skapa meira rými fyrir viðskiptavini og vörur og einnig til að hleypa meiri byrtu inn í verslunina.Við þessar breytingar stækkaði verslunin um 6 fm. Ómar segir að fólk hafi tekið breytingunum vel og einnig nýju sumarverði sem hann er með á blómum. Blómasmiðjan hefur tekið inn nýjar gjafavörur frá Högra, umboðsaðila Casa, og hafa þær vakið mikla athygli. Ómar vildi endilega koma því á framfæri að nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér túlípana því hann hættir með þá í næstu viku.