Blóðsykurmælingar í Apóteki Keflavíkur
Lyfjafræðingar í Apóteki Keflavíkur hafa í mörg ár mælt blóðþrýsting hjá þeim er þess hafa óskað. Þessi þjónusta hefur verið mikið notuð og margir læknar hafa ráðlagt sjúklingum sínum að láta okkur mæla blóðþrýsting reglulega. Mælingarnar eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu.Vegna þeirrar góðu reynslu sem við höfum af þessari þjónustu og þar sem göngudeild fyrir sykursjúklinga er að opna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í umsjón Ragnars Gunnarssonar læknis, höfum við tekið upp þá þjónustu að mæla blóðsykur þeirra sem þess óska. Það er von okkar að sem flestir nýti sér þessa auknu þjónustu Apóteks Keflavíkur en mælingarnar munu fyrst í stað verða viðskiptavinum að kostnaðarlausu.