Blóðbankabílinn í Reykjanesbæ í dag
Síðast voru óvenjumargir nýir blóðgjafar.
Blóðbankabíllinn verður í Reykjanesbæ í dag, 7. október. Bíllinn verður eins og áður staðsettur við veitingastaðinn KFC við Krossmóa frá kl. 10:00 til 17:00. Í tilkynningu frá Blóðbankabílnum segir að allir séu velkomnir og að blóðgjöf sé lífgjöf.
Eins og Víkurfréttir hafa greint frá voru óvenjumargir nýir blóðgjafar í Reykjanesbæ þegar Blóðbankabíllinn kom þangað síðast í ágúst. Kannski verða einhver met slegin í dag?