Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Blindur dugnaðarforkur í Suðurnesjamagasíni
Mánudagur 3. júní 2013 kl. 16:32

Blindur dugnaðarforkur í Suðurnesjamagasíni

Már Gunnarsson er 13 ára gamall drengur í Reykjanesbæ. Hann er efnilegur píanóleikari og semur tónlist af krafti. Hann hefur einnig gaman af sundi og skák. Már er blindur en lætur það ekki aftra sér í sínu daglega lífi. Við fylgdum honum eftir einn dag nú fyrir skömmu og afraksturinn má sjá í fyrri hluta Suðurnesajamagasíns, sem er frétta- og mannlífsþáttur sem blaðamenn Víkurfrétta sjá um á Sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þátturinn er einnig á Kapalrásinni í Reykjanesbæ og hér á vf.is.

Með blik í auga er árviss viðburður á Ljósanótt þar sem áratugum í íslenskri tónlist eru gerð. Nú er það áttundi áratugurinn með hanakamba, hárlakk & herðapúða í aðalhlutverki. Við tókum hús á þeim Kristjáni Jóhannssyni og Arnóri Vilbergssyni sem vita ýmislegt um málið.

Fatahönnun á Suðurnesjum hefur vakið athygli. Fjölmargir hönnuðir eru á svæðinu og þeir sýndu afrakstur hönnunar sinnar á sérstakri uppskeruhátíð í Atlantic Studios á Ásbrú á dögunum.

Sjóarinn síkáti er stærsta sjómannahátíðin á Suðurnesjum og þar voru þúsundir gesta um helgina. Myndatökumaður okkar kíkti á sjóarahátíðina og tók saman skemmtilegar svipmyndir úr gleðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024