Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Blíðviðri á fjölskyldudeginum í Vogum
Laugardagur 11. ágúst 2007 kl. 10:18

Blíðviðri á fjölskyldudeginum í Vogum

Það viðrar vel á Vogabúa og gesti þeirra sem ætla að skemmta sér í dag á Fjölskyldudeginum í Vogum. Hann hófst í morgun með dorgveiðikeppni fyrir börnin og framundan er þéttskipuð skemmtidagskrá langt fram á kvöld. Núna fyrir hádegi hefst hreystikeppni UMFÞ, handverksmarkaður opnar í Tjarnarsal og í hádeginu verður keppt í kassabílarallý. Eftir hádegi á að setja Vogaheimsmet í vatnsbyssustríði og kl. 14 hefst þungamiðja dagskrárinnar í Aragerði þar sem margt verður um að vera fram eftir degi. Í kvöld verður svo hverfagrill. Það verður því nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna í Vogum í dag.

Nánari dagskrá er hægt að nálgast á vef Sveitarfélagsins Voga á www.vogar.is.

 

 

Mynd: Frá Fjölskyldudeginum í Vogum á síðasta ári.  VF-mynd:elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024